Gleðilegan alþjóðlegan jógadag! …og ljúffengar salatvefjur :)

Já, í dag er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn alþjóðlegur jógadagur – og því ber að fagna 🙂 Reyndar finnst mér að það eigi að fagna öllum dögum, og vil benda ykkur á þessa frábæru grein sem ég las í dag um þakklæti 🙂 (Og ef þið eruð ekki búin að ná ykkur í Pocket appið mæli ég sterklega með því, alltaf greinar tilbúnar í lestur).

En ég er nú reyndar bara að skella inn örstuttu bloggi og aðallega myndum af ljúffenga kvöldmatnum mínum – sem sannar bara hvað þetta er ótrúlega einfalt 🙂 Ég byrjaði daginn vissulega á chia graut – með frosnum ávöxtum að hluta svo hann var meira eins og ís – og borðaði síðan rest af fiski og grænmeti. En salatvefjurnar voru æði 🙂 Svo einfaldar og gómsætar 🙂
WP_20150621_21_34_04_Pro

Þetta er lambhagasalat (velja stór blöð) með allskyns gúmmelaði inní 🙂 Ég setti appelsínugula papriku, gúrku, avókadó, kirsuberjatómata, jarðaber (mmmm…), mangó, klettasalat (því auðvitað á maður að setja meira salat inní salat!), furuhnetur og ristaðar kókosflögur 🙂 Og já, ef ykkur finnst þetta aðeins of mikið grænmeti mæli ég með þessari grein 🙂

WP_20150621_21_35_07_Pro

Ég skora á ykkur að prófa þetta! 🙂 Og það er örugglega ágætt að bæta kjúklingi í þetta líka, en eins og þið vitið kannski hef ég ákveðið að taka kjötið út líka næstu daga 🙂 En fiskinum held ég inn, held ég gæti seint sleppt honum 🙂

En ekki hef ég meira að deila með ykkur í bili, ég er bara ótrúlega ánægð með hvað þetta hefur gengið vel og bið góða nótt 🙂