Jóga – meiri snilldin!

Núna er rúmt ár síðan ég fór að prófa mig áfram með jóga. Fyrst um sinn notaði ég þetta myndband, reyndi að gera jóga einu sinni á dag, og fann að mér leið betur. Já, og fyrir þá sem ekki vita það, þá er ég með vefjagigt, sem lýsir sér í stanslausum verkjum, nánast að ástæðulausu, og þar af leiðandi lítilli löngun til að hreyfa sig. En málið er einfaldlega að með hreyfingunni líður manni betur.

Síðan prófaði ég hot yoga í World Class á Seltjarnarnesi (Sem er geggjað! bara fulllangt frá Hafnarfirði), í Sporthúsinu (Sem ég var ekki jafnánægð með) og í Hress í Hafnarfirði (Sem er einhversstaðar mitt á milli). Málið er, að fyrir mér er jóga ekki bara líkamleg æfing, þetta er líka andlegt – og á Seltjarnarnesi tókst fullkomlega að blanda þessu saman. Í Hress hef ég einnig farið í venjulegt jóga og warm, sem er ekki í alveg jafn miklum hita. Ég vil vekja athygli á því að ég ætlaði sko ALDREI í hot yoga, þar sem mér líkar illa við mikinn hita, en síðan var það bara dásamlegt og ég fer núna reglulega í heita tíma.

Síðan fór ég að nota þetta myndband sem er alveg dásamlegt, ekkert allt of erfitt og í raun mjög slakandi – 20 mínútur.

En núna er ég búin að finna það sem hentar mér best, það er “30-day yoga challenge”. Það besta er að ég fæ tölvupóst á hverjum degi með myndbandi sem er 10-20 mín, svo það er ekki hægt að nota neinar afsakanir eins og “það er svo langt í ræktina”, “ég hef ekki tíma”, “ég gleymdi þessu” og svo framvegis 🙂 Svo að ég mæli með því að allir skrái sig í þessa áskorun, ég er búin með sjö daga núna og ég finn alveg hvernig mér líður betur.

Í dag byrjaði ég að æfa “Crow pose” eða einfaldlega Krákuna – sem lítur svona út:

Svo núna er bara að æfa sig á hverjum degi þangað til ég næ þessu – en á líklegast eftir að detta nokkrum sinnum á fésið í millitíðinni!

Og einnig langar mig að benda ykkur á þetta myndband, sem er algjörlega í fyrsta sæti hjá mér – og menn ættu að horfa á það svona einu sinni í viku!

P.s. Síðan þarf ég líka að segja ykkur frá Foam flex 😉