“Pálumorgunmatur”!

Já, ég veit, þetta hljómar eins og ég hafi búið þetta til 🙂 En svo er ekki, þessi morgunmatur er einfaldlega þekktur sem pálumorgunmatur hjá dóttur vinkonu minnar, og því er ekkert vit í öðru en að hann verði kallaður slíkt hið sama hér 🙂

WP_20150308_13_59_07_ProÉg hef skoðað margar mismunandi útgáfur ef svona graut á pinterest en ég er sáttust við þessi hlutföll 🙂

Um er að ræða chia graut 🙂

1/2 bolli mjólk (ég nota kókosmjólk sem keypt er í Krónunni).
1/4 bolli haframjöl (gróft, t.d. gult sogryn eða aðrir heilir hafrar).
1 msk chia fræ (fást í flestum búðum, þó misdýr).

Þessu er öllu skellt í krukku og hrist. Þessi uppskrift passar mér fullkomlega í morgunmat, en vissulega má margfalda hana og setja þá í stærri krukku. Þetta geri ég kvöldið áður og geymi grautinn í ísskáp yfir nótt. Um morguninn bæti ég ýmis konar góðgæti út í, t.d. ávöxtum, kókosflögum og hnetum, og einnig meiri mjólk ef þörf er á.

Á tyllidögum set ég grautinn í fínu bláu skálina mína úr ikea og borða hann heima 🙂

Á myndinni þarna fyrir ofan setti ég ferskju, ristaðar kókosflögur og (já, ég er ekki að grínast) súkkulaðimylsnu sem verður afgangs þegar ég geri konfekt 🙂 Þetta er dásamlega bragðgott og mettandi morgunmatur 🙂 Þegar ég að einhverjum ástæðum næ ekki að gera chia graut í morgunmat er ég svöng allan daginn!

Það er þó ekki nauðsynlegt að gera chia grautinn kvöldinu áður, en ég leyfi honum yfirleitt að vera í ísskápnum í nokkurn tíma áður en ég borða hann.

WP_20150314_11_43_44_Pro

Hér hef ég sett jarðaber og vínber 🙂

WP_20150314_11_44_56_ProOg síðan kasjúhnetur og kókosflögur ofan á 🙂

Það er í raun ekkert takmark fyrir því hvað hægt er að setja út í chia grautinn og þá er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni 🙂 Ég hef mikið sett peru eða epli, en uppáhaldið mitt er mangó, vínber og jarðaber 😀

Chia grauturinn geymist í nokkra daga í ísskáp, en lengur ef hann er ekki með ávöxtum. Ég geri yfirleitt einn skammt í einu þar sem það tekur ekki langan tíma og þá er hann alltaf ferskur morguninn eftir 🙂