Fjórða degi lokið! :D

Ég hef nú ekki mikið um að tjá mig í dag, en til að standa við mín orð skelli ég hinn nokkrum myndum af gúrmé dagsins 😀

Ég bara trúi því varla hvað þetta er einfalt, hingað til hefur mér alltaf vaxið það í augum hvað ég eigi að fá mér að borða og endað í að vera allt of svöng, auk þess að vera búin að narta í eitt og annað á meðan ég reyni að ákveða mig. Núna er úrvalið svo lítið – en samt svo fjölbreytt – að ég veit nákvæmlega hvað er í boði. Svo þetta hefur aldrei verið svona einfalt 🙂

Í morgunmat fékk ég mér þennan gullfallega fjólubláa graut 😉

WP_20150618_10_59_14_Pro

Í þessu góðgæti eru dass af frosnum bláberum (íslenskum, handtíndum!), biti af peru, möndluflögur og chia fræ – en í þetta sinn um helmingi meira en síðast, 6 msk. Því ég áttaði mig á því að ég var að setja mun minna af chia fræjum út í þennan graut en ég gerði venjulega, þar sem þau eru útþanin – en magnið sem ég er með í krukkunni ætti í raun bara að endast mér í fjóra daga, u.þ.b. hálfur bolli á dag.

Kvöldmaturinn var álíka ljúffengur 🙂

WP_20150618_20_05_23_Pro

Eftir Hot yoga hjá Daníel (Mæli með því! Sjá Þreksport) þá var ég alveg tilbúin í mikinn og góðan mat. Það kom mér reyndar á óvart, ég var nokkurn veginn að búast við því að vera kannski ekki jafn orkumikil í jóganu þar sem ég hef ekki borðað jafnmikið undanfarið, en þessi tími gekk jafnvel betur en áður og er ég nokkuð viss um að mataræðið spilar þar inní. Þessi máltíð stóð alveg undir væntingum – og í fullkomnum hlutföllum eins og lýst var í greininni sem ég deildi hér fyrsta daginn – þá kjöt vs. grænmeti, en ég náði þó ekki að klára allan kjúklinginn – er eitthvað að verða minna fyrir kjöt þessa dagana.

Alla vega, þetta er: Sætkartöflu- og blómkálsstappa, kjúklingur (úrbeinuð læri, eini frosni, beinlausi kjúklingurinn sem ég hef fundið en er ekki ísprautaður), niðurskorin paprika og gúrka og gómsætt steikt grænmeti – brokkolí, sveppir, kókosflögur og furhnetur (og SMJÖR!).

En talandi um það hvað ég er farin að vera minna fyrir kjöt, er hægt að tengja það við blóðflokkinn minn, en ég er í A.

Type As flourish on a vegetarian diet – if you are accustomed to eating meat, you will lose weight and have more energy once you eliminate the toxic foods from your diet. Many people find it difficult to move away from the typical meat and potato fare to soy proteins, grains and vegetables. But it is particularly important for sensitive Type As to eat their foods in as natural a state as possible: pure, fresh and organic (Dr. D’Adamo).

Þetta þykir mér einstaklega áhugavert (þó ég sé mjög svo á móti sojakjötinu og mun líklega seint borða það) og því er spurning hvort næsta skref sé einfaldlega að taka út allt kjöt til að sjá hvað gerist þá. Miðað við þessa lýsingu ætti það að hafa góð áhrif á mig, en það er spurning hvort ég gæti ekki enn haldið eftir fiskinum. Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða betur 😉

En fyrir ykkur sem skiljið enn ekki þessa vitleysu í mér – eða viljið einfaldlega lesa eitthvað skemmtilegt – var mér bent á þessa sprenghlægilegu grein í dag, einungis nafnið hljómar vel: I went paleo and now I hate everything. Ég get nú ekki sagt að ég sé á sama stað í lífinu, en ég er þó svo sannarlega ekki hætt að borða súkkulaði og ís fyrir lífstíð, en get eftir þetta mataræði komist að því hvers kyns sætindi fara betur í mig en önnur.

En nú hef ég ekki meira að segja í bili, enda klukkan orðin margt – Góða nótt og takk fyrir lesturinn 🙂