Ertu nóg?

Við ætlum okkur alltaf að verða fullkomin, ekkert má út af bregða. Við verðum ekki ánægð fyrr en fullkomunun er náð og jafnvel ekki fyrr en þá.

Útlitsdýrkun er komin á hátt stig, og sama hversu sterkur maður telur sig vera, þá hefur þetta alltaf áhrif, maður vill alltaf verða betri, verða fullkominn.

Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum hversu mikinn áhuga ég hef á jóga. Jóga snýst um mjög margt, en eitt af því sem hefur verið stór þáttur fyrir mig er aukin líkamsvirðing, loksins er ég farin að elska líkamann minn, ég er orðin sterkari og liðugari, farin að stjórna honum almennilega. Í mörg ár hef ég óskað þess að ég hefði aðra fætur, væri verkjalaus, en auðvitað er það ekki að hjálpa. Það er ekki hægt að laga hluti með því að segja hversu ömurlegir þeir eru, þetta snýst um ást og virðingu.

Og því vil ég deila með ykkur þessu myndbandi, sem ég tók fyrir nokkru síðan og er mjög stolt af. Þarna er ég í fyrsta skipti að ná að halda krákunni, í örfáar sekúndur. Þetta var mikið stökk fyrir mig, ég er mjög stolt af þessu augnabliki og það gaf mér kraft til að halda áfram.

Auðvitað eru margar margar ástæður fyrir að setja þetta ekki inn. Ég er alveg klárlega ekki nógu sólbrún (og verð það örugglega aldrei – enda er það ekki markmiðið!), ég er ekki nógu sterk (ég næ BARA að halda krákunni í nokkrar sekúndur), ég er ekki nógu mjó (af hverju skiptir það öllu máli?), ég er ekki nóg, ekki nóg, ekki nóg… Ég er ekki fullkomin!

Eða það er alla vega það sem maður segir sjálfum sér. En ég er hætt. Ég er nóg. Ég er nógu sterk og mun verða sterkari. Elskaðu líkamann þinn og þú munt fá ástina margfalt til baka! Þú ert nóg!

Eins og sést á þessu myndbandi, ekki segja neitt við sjálfan þig sem þú myndir ekki segja við aðra!

Mér finnst þetta lag og myndband segja meira en þúsund orð 🙂

Einnig vil ég benda á þessar þrjár greinar, sem hafa vakið mig til umhugsunar og geta hjálpað í leiðinni að aukinni virðingu og ást á eigin líkama.

It’s Time to Take Back Our Lives: How the Quest for Perfection Threatens Us All eftir Dianne Bondy

Healing Your Body From the Inside Out eftir Kaisa Kapanen

5 Steps to Bust Self-Sabotage and Stop Blocking Your Opportunities eftir Sadie Nardini

Síðan vil ég enda þetta á þessu frábæra lagi, sem segir allt sem segja þarf!

Því við erum öll fullkomin! Á okkar eigin fullkomna hátt! 😀

P.s. og auðvitað eiga þessi skilaboð jafnt við bæði karla og konur! 🙂