Já, gulrótarkaka í neyð! Daginn áður en ég bætti við sykri og hveiti í síðustu viku var mamma að baka gulrótarköku-muffins. Og þar sem ég vissi að ég væri fljótlega að fara að bæta inn hveitinu og sykrinum reyndi höfuðið á mér sífellt að sannfæra mig um að dagur til eða frá skipti nú engu máli.
Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir gulrótarkökur en það breyttist nú þarna á þessu kvöldi! 🙂
Það var svo sannarlega að skapast neyðarástand, þar sem mig langaði svo svo mikið í gulrótarköku en það var smám saman að nálgast miðnætti og ég var ekki í standi til að baka gulrótarköku, auk þess sem ég hefði aldrei getað borðað hana þá um kvöldið svo það hefði nú verið til einskis.
Eftir mjög örvæntingarfullra leit á pinterest þar sem ég slefaði yfir hinum ýmsu kökum fékk ég hugmynd. Ég skellti í uppskrift af gulrótarköku í neyð þarna í huganum eftir að hafa skoðað hinar ýmsu uppskriftir og auðvitað er hún álíka nákvæm og allar hinar uppskriftirnar sem ég set inn (ég skal reyna að bæta mig í því!).
Þessi uppskrift og þessi höfðu svona mest áhrif á lokaútkomuna 🙂
Og svona leit dásemdin út 😉 Og bragðaðist klárlega mun betur en hún leit út, plús það að hún uppfyllti allar væntingar mínar um þessa langþráðu gulrótarköku 🙂
Svo ég skal reyna að skella saman nokkuð skiljanlegri uppskrift af þessu 🙂
Gulrótarkaka í neyð!
1 egg
2 msk heimatilbúið hnetusmjör
1-2 msk hunang
2 msk kókoshveiti
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1-2 flysjaðar og rifnar gulrætur
1/2 tsk kanill
Af hnífsoddi – negull (og kannski múskat, bara man það ekki)
dass vanilluextract
Þetta er mjög einföld kaka sem er pískuð saman á nó tæm með gaffli og smökkuð til. Síðan var henni skellt í það minnsta eldfasta mót sem fyrirfannst á heimilinu og skellt inn í ofn (eða örran ef þið kjósið það frekar).
Ofninn var heitur þar sem mamma mín var að gera öðruvísi gulrótarkökur, þessar sem eru ekki lausar við neitt 😉 Í ofninum mallaði þetta í einhvern tíma á meðan ég tilraunaðist með kremið. Kannski fimm mínútur, ég bara veit það ekki, en hún var alla vega ekki alveg bökuð þegar ég tók hana út 😉 En óþolinmóða ég tók samt þann hluta af kökunni sem var mest bakaður og borðaði það 😀 Restin fór svo aftur inní ofn 😉
Og já, auðvitað er þetta ekki gulrótarkaka nema á henni sé dásemdarkrem 🙂 Það reyndar kom mér mjög á óvart, ég meina, ég bjóst alveg við að hitt yrði að köku en ég hafði núll væntingar til þess að búa til það sem yfirleitt er rjómaosta- og sykurkrem, svo það passaði inn í mataræðið. En svona gerði ég það, en þessi uppskrift er því miður öllu ónákvæmari.
Krem á gulrótarköku í neyð!
Nokkrar matskeiðar heimatilbúið hnetusmjör (örugglega best ef það er bara úr kasjúhnetusmjöri samt).
Slump af kókosolíu
Hunang og vanillu-stevia eftir smekk.
Þessu öllu þeytti ég saman með töfrasprotanum þar til þetta bragðaðist vel og leit út eins og krem 🙂 Þessi slumpaði ég síðan ofan á kökuna, sem var nú ekki orðin alveg köld samt, og borðaði með bestu list 🙂
Restinni af kreminu sullaði ég síðan yfir kökuafgangana sem höfðu farið tvær ferðir í ofninn. Það borðaði ég svo þegar ég kom heim úr vinnunni daginn eftir 😀
Möndluflögunum skellti ég svo bara ofaná svo þetta myndi líta aðeins betur út á mynd – sem ég náði rétt svo að taka áður en kakan hvarf ofan í mig 🙂
Núna er ég sannfærð um það að þessa aðferð geti ég notað til að búa til mun fleiri gerðir af fljótlegum kökum – svo það á örugglega eftir að bætast eitthvað í neyðarkökuuppskriftasafnið 😀