Viku lokið og þar með þriðjungi af áskoruninni!

Í kvöld verð ég búin með viku af áskoruninni – ég trúi því ekki hvað þetta er fljótt að líða! Og já, ég veit ég hef ekkert skrifað síðustu tvo daga, það einfaldlega gleymdist – ég hef ekki haft neitt merkilegt að segja og enn er lífið eins og það var 🙂

Ég trúi því varla hvað þetta er fáránlega auðvelt. Ég er komin með góða rútínu í matnum og nýjasta viðbótin er sítrónuvatn í morgunsárið. Og vissulega er ég að drekka það hér á meðan ég skrifa þetta 🙂 Hérna í haust var allt vaðandi í greinum um gæði sítrónuvatns, svo ég ákvað að prófa þetta – og hef reyndar fulla trú á þeim áhrifum sem þetta hefur. Og ef ekki, þá er þetta alla vega mjög hressandi og fullt af góðum vítamínum 🙂

WP_20150620_11_31_39_Pro

Svona lítur góðgætið út – en bragðast mun betur 😉 Þetta er einfaldlega hálf sítróna kreist í glas og fyllt upp með heitu vatni. Mjög fljótlegt, einfalt og hressandi 🙂 Og já, ég er pínu eins og Trendsetterinn núna, búin að troða fullt af Ittala kertastjökum á myndina 😉 Það blogg er algjör snilld 🙂

Síðan hefur allt annað gengið sinn vanagang, auðvitað hef ég fengið mér chia graut á morgnana – en þessi avókadó-grautur er undir áhrif frá @thegreatuncooking á instagram. Ég ætla að setja inn uppskrift af honum seinna. Og auðvitað ætti hann að vera töluvert fallegri á litinn, en það er ekki jafnauðvelt að fá mjúk avókadó hér eins og með einni ferð í Krónuna fyrir sunnan 😉

WP_20150620_15_15_20_ProOg já, jarðaber – mmmm! 🙂

Á föstudagskvöldið steikti ég steinbít (möndlumjöl í stað rasps – enginn munur!), en með honum gerði ég hrísnúðlur (sem eftir á að hyggja ég hefði viljað sleppa), niðurskorið ferskt grænmeti og ávextir og gúmmelaði ofaná – perur, döðlur og möndluflögur steiktar á pönnu.

WP_20150619_20_43_28_ProÞetta er því allt saman að ganga eins og í sögu 🙂 Það erfiðasta hingað til var hins vegar að búa til ólífupestó fyrir mömmu án þess að borða það sjálf – en ég er að vinna að því að búa til uppskrift sem ég “má” borða 😉

En annars hef ég ekkert meira að segja – nema það að ég er alvarlega að spá í því að sleppa því að borða kjöt það sem eftir er af áskoruninni, ég held það verði meira að segja ekki svo erfitt. Ég hugsa samt að ég haldi fiskinum inni – en það á eftir að koma í ljós. Ég mæli með því að þið kíkið á mataræði eftir blóðflokkum – mér finnst það alla vega mjög áhugavert 🙂

Hafið það gott 😉

P.s. Ég tók fyrsta daginn í 100 daga hugleiðsluáskorun (tilraun tvö) í morgun – ætla mér að skrifa um það á næstunni 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *