Avókadó – nammigott! :D

Svo, nú er ég full metnaðar að verða duglegri að setja hér inn meira, bæði merkilegt og ómerkilegt, sem hugsanlega getur gagnast öðrum eða er einungis ætlað sjálfri mér 😉

Svo hér með vil ég deila með ykkur dásamlegu sælgæti (já, sælgæti!) sem ég uppgötvaði hér fyrir örfáum vikum, og vil setja hér inn sem sönnun um það að ég hafi fundið þetta upp! Eða ég veit alla vega ekki betur, þetta var algjörlega tilraunastarfsemi við matarborðið eitt kvöldið 😉

Við erum að tala um avókadó sælgæti! Ég er náttúrulega forfallinn avókadó aðdáandi, þó ég hafi þurft nokkra æfingu áður en ég fór að elska það – en þetta gerir avókadó einfaldlega himneskt!

En það er samt varla hægt að kalla þetta uppskrift, en þetta er hugmynd, ráðlegging, aðferð til að gera kvöldmatinn miklu miklu betri 😉

Við erum að tala um að stappa saman avókadó og fetaosti – svo einfalt er það 😀

Og voila!

WP_20150222_20_31_31_Pro

Í þessu tilfelli er það svo að smakk segir mun meira en myndir, og ég veit ekki alveg hvort myndin segi mikið en þessi orð 😉 Svo smakk er sögu ríkara!

Svo ef ég þyrfti á búa til uppskrift væri hún svona…

Avókadónammigumms:

– 1 avókadó (kaupi þrjú saman, vel þroskuð, í Krónunni)

– Salt og pipar (Dass yfir stappað avókadó)

– 1 msk fetaostur og olía (ég er með bláu fetakrukkurnar, kryddið og olían með eins og vill)

Svona hérna hafið þið það, gott með öllu! Fisk, kjöt, eitt og sér 😉

Og ég er ekkert að ýkja hvað mér finnst þetta gott, hef borðað mörg mörg avókadó síðan mér datt þessi snilld í hug! Við erum að tala um það að ég var búin að setja kokteilsósu á diskinn með kjúllanum þegar ég ákvað að prófa þetta, og endaði með því að vilja þetta mun frekar en kokteilsósuna 😀

Svo ég vona að þið munið elska þetta eins mikið og ég 😀

Endilega segið mér hvað ykkur finnst 😉

 

 

2 thoughts on “Avókadó – nammigott! :D

  1. Shit hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum! Fetaostur!!!! Ég hinsvegar kann að gera mjög góðan súkkulaðibúðing úr avacado og banana!

    • Hey! Ég vil þá uppskrift, bara sleppa banananum! Og eins og ég sagði, smakk er sögu ríkara! Verður að smakka áður en þú ákveður að þetta sé ekki fyrir þig! 😀

Leave a Reply to Sigga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *